top of page

Velkomin

Á þessari heimasíðu má finna allar upplýsingar um verð og sýnishorn úr fyrrum myndatökum sem ég hef tekið að mér.

​Ég hef verið ljósmyndari frá árinu 2020 og er búin að vera að mynda brúðkaup, pör, börn, unglinga, fjölskyldur og meðgöngu svo eitthvað sé nefnt.

Endilega stoppaðu við og skoðaðu myndirnar. Ef þú hefur áhuga á að fá mig til að mynda fyrir þig, þá getur þú haft samband við mig gegnum mail.

Brúðkaup

Það getur verið töfrum líkast að fá að taka þátt í þeim magnaða degi sem brúðkaupsdagurinn er. Hvort sem það er allur dagurinn eða myndatakan ein og sér. 

​Ég elska að fara út í íslenska náttúru og skapa einstakar og ólíkar myndir eftir degi, aðstæðum, landslagi og hjónum.

1215.jpg

Meðganga

Hver kona er einstök. Að hafa þann eiginleika að skapa nýtt líf inn í eigin líkama er eitt það magnaðasta sem veröldin hefur gefið okkur. Því þykir mér óskaplega fallegt að mynda konu á þeim tíma.

52-Edit_edited_edited.jpg

Fjölskyldur

Engin fjölskylda er eins. Þær eru litlar og stórar. En allar eru þær einstakar á sinn hátt. Í mínum myndum legg ég áherslu á að fanga augnablik milli einstaklinga og kalla fram persónuleika hvers og eins. 
Fjölskyldur þurfa ekki tilefni til að fara í myndatöku saman, þó algengt sé að koma í kringum fermingu eða útskrift, en það er alltaf gaman og gott að eignast nýjar fallegar myndir saman hvenær sem tími gefst.

_MG_9390-Edit.jpg

Hrefna.Morthens photography

© Hrefna Morthens
  • Instagram
bottom of page